Njarðvíkurstelpur í 9. flokki léku um síðustu helgi gegn Keflavík í bikarkeppninni. Var þetta fyrsti leikur liðsins á nýju ári.
Keflvíkingar mættu mjög vel stemmdir til leiks og settu niður þrjár þriggja stiga körfur á upphafsmínútunum. Náðu þær forystu sem þær létu ekki af hendi það sem eftir var leiks. Varnarleikur beggja liða var mjög góður í fyrri hálfleik öllum en sóknarlega gekk okkar stúlkum erfiðlega að skapa sér færi á sama tíma og Keflavíkurvörnin vann mjög vel saman í að hægja á okkar fljótasta leikmanni, Vilborgu Jónsdóttur.
Í þriðja leikhluta juku Keflvíkingar forystuna þegar varnarleikur Njarðvíkurstelpna linaðist. Leikurinn tapaðist 29-53 og verður að hrósa Keflavíkurstúlkum fyrir agaðan leik, bæði í sókn og vörn. Njarðvíkurstúlkur eru úr leik í bikarnum og geta einbeitt sér að því að bæta stöðu liðsins fyrir komandi átök í Íslandsmótinu.