53 verðlaunahafar úr ÍRB sigra AMÍ 5. árið í röðPrenta

Sund

Þrjár vikur í Landsbankamót og minna en 10 vikur í AMÍ!

Nú þegar aðeins þrjár vikur eru í Landsbankamótið og lokahófsins okkar styttist hratt í lok tímabilsins. Tímabilið endar við Landsbankamót hjá sprettfiskum og niður en þeir sprettfiskar sem ná viðmiðum fyrir flugfiska synda fram að Akranesleikum.

Lokahófið okkar er alltaf mjög skemmtilegt og þar eru veitt ýmis verðlaun. Við hvetjum sérstaklega elstu sundmennina til þess að taka kvöldið frá svo þeir sjái sér fært að koma.

Landsbankamótið er eitt af síðustu mótunum þar sem hægt er að ná lágmörkum fyrir AMÍ sem er eftir 10 vikur. Mikilvægt er að allir sem þurfa að bæta við lágmörkum fyrir AMÍ nýti vel þetta tækifæri og syndi í þeim greinum sem þá langar að ná lágmörkum fyrir.

Síðustu fjögur ár hefur ÍRB unnið AMÍ en við getum ekki verið viss um að halda titlinum nema allir leggi sig 100% fram. Þegar lið verður of sigurvisst og heldur að það verði auðvelt að vinna þá er líklegra að það lendi í öðru sæti.

Förum að æfa!