Stjarnan tók stigin í Njarðtaksgryfjunni: Akureyri um helginaPrenta

Körfubolti

Stjörnumenn úr Garðabæ hrifsuðu stigin úr Njarðtaksgryfjunni í gærkvöldi með 88-96 sigri gegn Njarðvík. Garðbæingar voru við stýrið allan leikinn en nokkrum sinnum gerðu okkar menn heiðarlega tilraun til að jafna metin og jafnvel stelast í sigurinn en Stjarnan stóðst áhlaupið. Logi, Rodney og Hester voru allir með 18 stig í leiknum en framlagshæstur í Njarðvíkurliðinu var Jón Arnór Sverrisson með 15 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta en hann var einnig 7-8 á í skotum! Jón fékk m.a. það vandasama hlutverk að hafa gætur á Ægi Þór Steinarssyni og fórst það oft vel úr hendi.

Næst á dagskrá er leikur gegn Þór Akureyri fyrir norðan þann 7. febrúar næstkomandi og hefst leikurinn kl. 17.15. Að þeim leik loknum verður leikið gegn ÍR 12. febrúar og þá er fyrri umferð lokið og við tekur landsleikjahlé sem stendur til 28. febrúar þegar Njarðvík mætir KR í fyrsta leik síðari umferðar deildarinnar.

Stjórn KKD UMFN vill nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum þeim stuðningsmönnum sem hafa verið að kaupa rafræna miða á leikina. Ykkar stuðningur skiptir höfuðmáli. Áfram Njarðvík!

Hér að neðan má sjá helstu umfjallanir frá viðureigninni í gær:

Karfan.is: Einar Árni – Stóra vandamálið er að við fengum á okkur 55 stig í fyrri hálfleik

Karfan.is: Stjörnusigur í Njarðvík

Vísir.is: Umfjöllun og viðtöl úr Ljónagryfjunni

Mbl.is: Þeir eru aðeins framar en við í dag

Mbl.is: Stjarnan vann í Njarðvík

Rúv.is: Stjarnan á toppinn í körfunni

Myndasafn úr leiknum, myndir JB