Lá ekki fyrir okkur að vinnaPrenta

Fótbolti

Það átti ekki að liggja fyrir okkur að ná stigi í dag gegn Þrótti Rvík. Þróttarar fóru með þau öll í bæinn. Gestirnir voru fyrr til að skora í dag og það á 18 mín eftir skyndiupphlaup eftir hafa brotið á bak sókn okkar. Ivan Prskalo svaraði fyrir Njarðvík á 32 mín þegar hann afgreiddi boltann örugglega í netið. Staðan 1 – 1 í hálfleik.

Í seinnihálfleik komstu Þróttarar yfir á 59 mín eftir hornspyrnu þar sem þeir náðu að koma boltanum í netið. Þriðja markið kom á 63 mín eftir að við höfðum misst boltann sem endaði með boltanum í netið. Slæmur kafli hjá okkar mönnum. Njarðvíkingar komu aftur tilbaka og á 77 mín kom Ivan boltanum í netið af stuttu færi eftir sláar skot Atla Geirs Gunnarsson. Það sem eftir leið af leiknum reyndu Njarðvíkingar að jafna leikinn og fengu nokkur færi og möguleika til þess og svo tvö stangarskot ásamt kröfu á vítaspyrnu sem Norski dómarinn sá ekki.

Það var slæmt að ná ekki stigunum eða stigi út úr þessu í dag þar sem við vorum annars að leika mjög vel. En baráttann heldur áfram, það er stutt í næsta leik sem er heima gegn Leikni Rvík á fimmtudaginn kemur.

Leikskýrslan Njarðvík – Þróttur Rvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru frá leiknum í dag.