16 liða úrslit yngri flokka hefjast um helginaPrenta

Körfubolti

Um helgina hefjast 16 liða úrslit 9.flokks og eldri. Á sunnudaginn leikur 9.flokkur drengja gegn Haukum á Ásvöllum kl 12:30. Á þriðjudaginn mætir svo 10.flokkur drengja Stjörnunni í Ásgarði kl 17:45. 

Fleiri leikir eru svo á næstunni hjá liðum Njarðvíkur í úrslitakeppninni eldri flokkanna.

Unglingaflokkur mætir Þór frá Þórlákshöfn föstudaginn 30.apríl kl 20:00 í Njarðtaksgryfjunni.

Drengjaflokkur mætir Val 2.maí kl 15:00 í Njarðtaksgryfjunni.

Stúlknaflokkur mætir Fjölni 9.maí kl 15:30 í Njarðtaksgryfjunni.

9.flokkur stúlkna mætir Keflavík á útivelli 10.maí kl 18:00.

10.flokkur stúlkna mætir svo Keflavík í 8 liða úrslitum í Njarðtaksgryfjunni, dagsetning kemur síðar.