16 dagar í Euromee-núna er +2 vikaPrenta

Sund

Sæl og blessuð öll Það er gott að vera kominn til baka og það sást vel á æfingunni núna á mánudagsmorgni að sumir sundmenn syntu vel í fríinu en því miður var ekki sömu sögu um alla að segja. Eftir allt er það árangurinn sem fær að líða fyrir það þegar frí er tekið frá æfingum og því mikilvægt að fjölskyldur stilli væntingar sínar til næstu móta í samræmi við hvernig æft hefur verið. Enginn vinnur Ólympíugull eftir að taka 2 vikur í frí nokkrum vikum fyrir Ólympíuleika er það? Af hverju ætti eitthvað annað að gilda um árangurinn á Euromeet? Nú þegar það eru rétt rúmlega 2 vikur í Euromeet snýst dæmið hjá sumum núna um að byggja ofan á grunninn sem hefur verið lagður. Það er frábært að sjá að sumir sundmenn hafa greinilega lagt hart að sér á æfingum síðustu þrjár vikur. Þeir sem gerðu minna en þeir hefðu þurft að gera og eiga erfitt með að höndla æfingarnar núna snýst dæmið um að draga úr skaðanum. Við getum ekki gert kraftaverk svo það er mikilvægt að mæti á æfingar svo við getum gert það besta úr stöðunni. Ef illa gengur á keppnisdegi er fátt sem ég get gert til þess að láta sundmanni líða betur, það er ekkert sem ég get sagt eða gert núna til þess að fá aftur til baka þessar þrjár vikur af æfingum sem sumir eru nánast búnir að missa af. Það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og gera það besta til þess að eiga sem best mót ef það getur ekki orðið frábært. Þessi vika, eins og síðasta vika, er +2 vika. Það þýðir að sundmenn eiga að mæta á tvær æfingar aukalega við það sem þeir annars gera í venjulegri viku. Ert þú/sundmaðurinn þinn að gera það? Gerðir þú/sundmaðurinn það í síðustu viku? Næsta vika er +1 vika svo þá á að gera einni æfingu meira en í venjulegri viku. Er búið að skipuleggja það? Eruð þið foreldrar að sinna ykkar hlutverki í undirbúningnum með því að gefa ekki þann valmöguleika að sofa lengur og sleppa æfingu? Já það er rétt, stundum taka unglingar ekki réttustu ákvarðanirnar fyrir sig sjálf, en þau eru á kafi í þessu sporti og eyða miklum tíma í það að það er tímasóun að gera þetta ekki almennilega. Í vikunni sem við forum á Euromeet er skyldumæting á allar æfingar. Allar þessar upplýsingar eru í æfingaplaninu sem aðgengilegt er á hópasíðunni og hefur verið þar í 6 vikur. (Sjá hér) Tökum okkur saman og verum viss um að allir geri það sem ætlast er til og mæti á æfingar með jákvætt viðhorf þessar síðustu rúmlega tvær vikur í undirbúningi. Takk Anthony