12 leikmenn frá Njarðvík valin í lokahópa yngri landsliðaPrenta

Körfubolti

12 leikmenn frá Njarðvík voru valin í lokahópa yngri landsliða fyrir komandi verkefni sumarsins. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Upplýsingar um mótin af síðu Körfuknattleikssambandsins. 

20 ára

U20 lið karla og U20 kvenna leika í sumar leiki á æfingamótum með þeim Norðurlöndum sem vildu taka þátt í ár með sín lið. Hjá strákunum verður leikið í Tallinn í Eistlandi gegn heimamönnum, Svíum og Finnum. Stelpurnar fara til Stokkhólms í Svíþjóð og leika gegn Svíum og Finnum þrjá leiki. Leikirnir fara fram 19.-24. júlí hjá báðum liðunum í sumar. 

Búið er að velja 16 manna lokahópa í U16 og U18 landsliðum Íslands fyrir sumarið 2021.

16 og 18 ára

Um er að ræða loka æfingahóp sem æfir saman í sumar. Eftir 11. júlí verða svo loka 12 manna liðin valin fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Kisakallio í ágúst en það er tvískipt í ár og keppa U16 liðin saman 1.-5. ágúst og U18 ára liðin saman 16.-20. ágúst.

15 ára

Helgina 18.-20. júní, hittust U15 ára landsliðs æfingahópar drengja og stúlkna saman til æfinga. Liðin æfðu yfir helgina en þetta er fyrsta æfingahelgin af þrem hjá liðunum þetta sumarið. Ljóst var snemma í vor að engin mót yrðu í ár v/ COVID-19 en hóparnir hittast og æfa saman í sumar. 

Leikmennirnir frá Njarðvík í landsliðshópunum

Heimir Gamalíel Helgason  · Njarðvík

Bríet Björk Hauksdóttir  · Njarðvík

Elín Bjarnadóttir · Njarðvík

Björn Ólafur Valgeirsson · Njarðvík

Lovísa Bylgja Sverrisdóttir · Njarðvík

Rannveig Guðmundsdóttir · Njarðvík

Guðjón Logi Sigfússon · Njarðvík

Róbert Sean Birmingham · Baskonia, Spánn

Lára Ösp Ásgeirsdóttir · Njarðvík

Vilborg Jónsdóttir · Njarðvík

Helena Rafnsdóttir · Njarðvík

Veigar Páll Alexandersson · Njarðvík

*mynd frá síðasta Norðurlandamóti yngri landsliða í Finnlandi