Vinavika UMFNPrenta

 

„VINAVIKA“ UMFN í gangi  frá 8.okt.-14.okt. n.k.

 

Frítt verður á æfingar fyrir alla á aldrinum 5-17 ára, stelpur og stráka.

Þú sem ert að æfa en ekki vinur þinn, taktu hann þá með, reyndu líka að fá þann sem er nýr í bekknum, líka ef þið eruð ekkert að æfa, komið þá saman á æfingu, prófið líka aðrar íþróttir.

 

Miðvikudaginn 10.okt. verður opið hús í íþróttamiðstöð Njarðvíkur (við Njarðvíkurskóla) frá kl. 17:30-18:30.

Þær deildir sem eru með starfsemi fyrir þessa aldursflokka, þ.e. karfan, knattspyrnan, sundið og júdóið munu vera á staðnum og geta krakkar prófað þessar íþróttir,    það er gaman að prófa eitthvað nýtt.

 

Fyrirlestur á vegum Bjarna Fritz “Vertu óstöðvandi”

 

Fyrirlesturinn er fyrir aldurshópana 12-15 ára og 16-20 ára og verður mánudaginn 8.okt.n.k. í Njarðvíkurskóla. Fyrir 12-15 ára kl. 18:00 og fyrir 16-20 ára kl. 19:00  Allir á þessum aldri eru velkomnir

 

 

Vertu með, komið saman, börn, foreldrar og vinir

Tökum öll þátt í vinaviku UMFN og höfum gaman saman