Vinavika í körfunni í Heilsu- og forvarnarviku ReykjanesbæjarPrenta

Körfubolti

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur tekur virkan þátt í Heils- og fovarnarviku Reykjanesbæjar dagana 25. september – 1. október næstkomandi. Markmið vikunnar í sveitarfélaginu er að hlúa að verndandi heilsufarsþáttum með þátttöku allra bæjarbúa og draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta satðið frammi fyrir á lífsleiðinni.

Af þessu tilefni mun Barna- og unglingaráð halda vinaviku í Heilsu- og forvarnarvikunni þar sem iðkendur eru hvattir til þess að bjóða vinum sínum með á körfuboltaæfingar í sínum aldursflokkum. Í vinavikunni eru æfingarnar vinunum að kostnaðarlausu og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til að koma og prófa körfubolta með vinum sínum og fá skipulagða og skemmtilega hreyfingu á meðal reyndra þjálfara félagsins. Vinavikan er fyrir alla 18 ára og yngri.

Nýr nemandi í bekknum? Taktu hann með! Allir velkomnir.

Nánar má lesa um Heils- og forvarnarviku Reykjanesbæjar hér en dagskrá vikunnar verður birt á visitreykjanesbaer.is

Hér má sjá æfingatöflu Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur

Við látum þýðingarhæfileika Ágústar Guðmundssonar njóta sín til þess að minna á mikilvægi vina:

Ég er sko vinur þinn.
Langbesti vinur þinn.
Gangi illa fyrir þér
allt á skakk og skjön
hvert sem litið er.
Þá skaltu muna vísdóms orð frá mér
að ég er vinur þinn.
Já, ég er vinur þinn.