Vesturbærinn kallar: Við svörum!Prenta

Körfubolti

Áttunda umferð Domino´s-deildar karla hófst í gærkvöldi þar sem Stjarnan vann nauman sigur á nýliðum Þórs frá Akureyri. Fjörið heldur áfram í kvöld og við Njarðvíkingar örkum fylktu liði í vesturbæ Reykjavíkur í stórslag gegn Íslandsmeisturum KR. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Okkar menn völtuðu yfir nýliða Þórs í síðustu umferð með baráttuna að vopni og KR vann spennusigur úti í Keflavík. Rétt eins og síðustu ár eru því öll teikn á lofti um svakalegan slag í kvöld. Það er því ekkert annað í boði en græn loftlína frá Njarðvík yfir í vesturbæ, pökkum í stúkuna og styðjum okkar menn til sigurs í þessari þéttu og jöfnu deild.

#ÁframNjarðvík