Vestur Evrópumót í kraftlyftingumPrenta

Lyftingar

Vestur-Evrópumeistaramót í kraftlyftingum er framundan. Mótið fer fram í Ljónagryfjunni 8.-10. sept. næstkomandi.

Til leiks mæta um 100 keppendur frá 11 löndum og íslenski landsliðshópurinn mun án efa blanda sér í baráttu um verðlaunasæti.
Í klassískum kraftlyftingum keppa 12 Íslendingar og 6 keppendur munu keppa í kraftlyftingum með útbúnaði. Tveir keppendur frá Massa er í íslenska hópnum. Íris Rut Jónsdóttir Elizondo keppir í -63kg flokki kvenna í klassískum kraftlyftingum og Þóra Stína Hjaltadóttir keppir í -84kg flokki kvenna í kraftlyftingum með útbúnaði. Það verður svokölluð lyftingarveisla í Njarðvík um helgina og hvetjum við alla til að koma við í Ljónagrygjuna. Keppni hefst alla daga klukkan 10 um morgunin og stendur fram til kl. 6 á föstudag og sunnudag en til klukkan 9 á laugardagskvöld. Veitingasala verður á staðnum.

Aðgangseyri er 500kr til styrktar Lyftingardeildar UMFN. Frítt inn fyrir börn 12 ára og yngri.

Allir velkomnir!