Velheppnað Orkumót í EyjumPrenta

Fótbolti

Orkumót 6. flokks fór fram núna um helgina í Vestamannaeyjum. Njarðvík sendi tvö lið á mótið og spilaði hvort lið 10 leiki á mótinu sem stóð yfir frá miðvikudegi til laugardags. Eins og venja er innihélt mótið mikið af skemmtilegum og eftirminnanlegum stundum bæði innan sem utan vallar, stundir sem Njarðvíkurstrákarnir munu varðveita lengi.

Njarðvík 1 tókst vinna einn af þeim bikurum sem voru í boði á mótinu, Álfseyjarbikarinn, eftir mikla baráttu við FH í úrslitaleik og var það Tómas Ingi Oddsson fyrirliði liðsins sem tók við bikarnum. Að venju fór fram á föstudeginum úrvalsleikur milli laandsliðsins og pressunar og átti Njarðvík fulltrúa í báðum liðum. Alexander Freyr Sigvaldason spilaði með pressuliðinu og Jón Garðar Arnarsson var markvörður landsliðsins.

Umfram allt voru Njarðvíkurdrengirnir félginu til sóma á Orkumótinu um leið og þeir öttu kappi við andstæðinga inni á vellinum og skemmtu sér með góðum vinum utan vallar.

Mynd/ Álseyjarmeistarar 2016

13466013_10209578492441130_8346932515684136776_n

Alexander Freyr og Jón Garðar Arnarsson

Tómas Ingi Oddsson

Tómas Ingi Oddsson með Álseyjarbikarinn

Njarðvík 2

B lið 6. flokks