Vel heppnuð kynning á æfingum yngri flokka UMFN á ÁsbrúPrenta

Körfubolti

Yngriflokkastarf körfuknattleiksdeildarinnar og knattspyrnudeildarinnar var kynnt fyrir nokkrum af yngri bekkjum Háaleitisskóla á Ásbrú síðustu þrjár vikur. Æfingarna voru í boði fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára, Veigar Páll Alexandersson leikmaður meistaraflokks sem einnig þjálfar fyrir félagið sá um körfuboltaæfingarnar með aðstoð Bylgju Sverrisdóttur. Einnig komu Snjólfur Marel Stefánsson og Jón Arnór Sverrisson leikmenn meistaraflokks í heimsókn síðasta daginn og hittu krakkana. Gengu æfingarnar mjög vel og vonandi skrá sig sem flest til æfinga í haust þegar körfuboltatímabilið byrjar á ný.