Vel heppnað steikarkvöldPrenta

Fótbolti

Steikarkvöld knattspyrnudeildarinn fór fram í gærkvöldi í Merkinesi í Stapnum. Steikarkvöldið er fjáröflunarsamkoma með öllu sem þar fer fram happdrætti, uppboði ofl. Veislustjóri var Jóel Sæmundsson leikstjóri ofl., þá kom fram Ólafur Árni Torfason sem spilaði á gítar og söng skemmtuninni lauk síðan með því Andri Ívars uppistandari skemmti gestum.

Mikil ánægja var með kvöldið hjá gestum og vill stjórn deildarinnar þakka öllum gestum fyrir komuna. Einnig þökkum við þeim sem sáu um atriðin, leikmönnum meistaraflokks fyrir aðstoðina. Erni Garðarssyni og hans fólki fyrir eldamennskuna og öllum öðrum sem komu að þessu á einn og annan hátt.

Myndirnar eru frá því í gærkvöldi.