Valsmenn afgreiddir í seinni hálfleikPrenta

UMFN

Okkar menn tryggðu sig áfram í 8 liða úrslit VÍS bikarsins í kvöld með 97:86 sigri gegn Val. Eftir að hafa verið undir í hálfleik með 9 stigum þá sýndi liðið flottan seinni hálfleik og landaði sigrinum sæta gegn feiknar vel spilandi liði Valsmanna.

Það sem helst mátti gagnrýna við fyrir hálfleik var varnarleikurinn þar sem að Valsmenn settu niður heil 57 stig. Án þess að vita til þess þá hefur hálfleiksræða Benedikts þjálfara líkast til eitthvað snúist um að herða varnartökin í seinni hálfleik. Í það minnsta brást liðið vel við og Valsmenn skoruðu aðeins 29 stig í seinni hálfleik.  Gríska goðið okkar, Fotios Lampropoulos átti skínandi góðan leik og skilaði frábærri tvennu í 23 stigum og 13 fráköstum. Næstur honum kom Super Mario með 20 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.

Annars var liði að skila alveg hreint framúrskarandi góðum seinni hálfleik í kvöld og 8 liða úrslit bikarsins er næstur.  Þar mæta Haukar næstir í heimsókn og verður sá leikur í Ljónagryfjunni þann 12. september (nk. sunnudag)

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn