Úrslitaserían hefst í kvöld!Prenta

Körfubolti

Þá er loksins komið að því, sjálf úrslitaserían í Subwaydeild kvenna hefst í kvöld en það eru tíu ár liðin síðan við Njarðvíkingar lékum til úrslita. Andstæðingar okkar í seríunni eru bikarmeistarar Hauka sem hafa heimaleikjaréttinn í rimmunni.

Leikur kvöldsins hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hvetjum alla Njarðvíkinga til þess að fjölmenna í Ólafssal í kvöld og styðja vel við bakið á Ljónynjum okkar Njarðvíkinga.

Hér gefur svo að líta alla leikjadagskránna í úrslitaseríunni:

Haukar (3) – Njarðvík (4)

þri 19. apríl 19:15 | Ásvellir

fös 22. apríl 19:15 | Ljónagryfjan

mán 25. apríl 19:15 | Ásvellir

fim 28. apríl 19:15 | Ljónagryfjan (ef þarf)

sun 1. maí 19:15 | Ásvellir (ef þarf)