Uppskeruhátíð yngri flokka fór fram í dagPrenta

Fótbolti

Uppskeruhátíð yngri flokka fór fram í dag og eins og undanfarin ár notuðumst við áhorfendastúkuna á Rafholtsvellinum. Vel var mætt í ágætis veðri og var iðkendum og fjölskyldum þeirra boðið uppá kaffi, skúffuköku og svala að lokinni verðlaunaafhendingu.

Þórir Rafn Hauksson yfirþjálfari yngri flokka setti uppskeruhátíðina og fór yfir starfsárið. Það hefur verið mikið að gera hjá öllum flokkum okkar og iðkendur okkar voru þátttakendur á öllum helstu mótum hér á landi, vel var æft og margir tóku miklum framförum. Það er óhætt að segja að meðal iðkandinn hjá okkur mæti á um 140 til 50 æfingar á starfsárinu. Þá eru okkar liða að leika hátt í 200 leiki ásamt öllum mótunum sem tekið er þátt í. Það hefur fjölgað mikið hjá okkur iðkendum og erum við nú komnir með hátt í 300 iðkendur. Yngri flokkar fóru í frí undir lok ágústmánaðar og september fríið er bráum á enda. Við hefjum æfingar samkvæmt æfingatöflu á mándaginn kemur. Um helgina munum við hefja formlega skráningu iðkenda og birta upplýsingar um starfsárið sem er framundan.

Myndir frá uppskeruhátíðinn munu birtast á Facebook síðu deildarinnar.

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar í dag.
Yngstu flokkarnir 6.-7. og 8. flokkur drengja og stúlkna fengu viðkenningarskjal frá deildinni þar sem þeim var þakkað fyrir starfsárið.

Viðurkenning fyrir dómarastörf
Þetta er í fyrsta skipti sem við veitum þessa viðurkenningu, það þarf að manna mörg dómarahlutverk og þessir drengir vour duglegir að gefa kost á sér í þau verkefni. En þeir eru Ásgeir Orri Magnússon, Haraldur Smári Ingason, Jakub Malesa, Magnús Máni Þorvaldsson, Narawit Seelarak og Reynir Aðalbjörn Ágústsson.

5. flokkur drengir
Viðurkenning fyrir góða ástundun, Adolf Þór Haraldsson, Alexander Grétar Grétarsson, Alexander Freyr Sigvaldason, Njörður Freyr Sigurjónsson og Stefnir Styrmisson

Besta mæting:  Ísak Máni Karlsson
Besti félaginn: Viktor Breki Þórisson
Mestu framfarir: Björn Þór Stefánsson
Leikmaður ársins: Freysteinn Ingi Guðnason

5. flokkur stúlkur
Viðurkenning fyrir góða ástundun, Emma Eloualfia Boutaayacht, Katrín Alda Ingadóttir, Ólöf Eva Helgadóttir, Una Bergþóra ÓlafsdóttirViktoría og Cristina Vítorsdóttir.

Besta mæting:  Ragna Talía Magnúsdóttir
Besti félaginn: Katrín Alda Ingadóttir
Mestu framfarir:Viktoría Christina Vítorsdótti
Leikmaður ársins: Ragna Talía Magnúsdóttir

4. flokkur drengir
Viðurkenning fyrir góða ástundun, Brimar Ingi Rúnarsson, Elmar Elí Sighvatsson, Hrannar Pálsson, Kristján Gísli Jónsson, Jón Garðar Arnarsson, Óðinn Kristjón Wiever og Sigurþór Örn Guðjónsson

Besta mæting:  Brynjar Dagur Freysson og Hólmgrímur Svanur Hólmgrímsson
Besti félaginn: Sölvi Stefánsson
Mestu framfarir: Gísli Jón Sigtryggsson
Leikmaður ársins: Helgi Bergsson

4. flokkur stúlkur
Viðurkenning fyrir góða ástundun, Helga Lára Kristinsdóttir, Helga Lilja Bess Magnúsdóttir, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, María Rán Ágústsdóttir og Rihane Aajal.

Besta mæting: María Rán Ágústsdóttir
Besti félaginn: Eva Júlía Ólafsdóttir
Mestu framfarir: Rihane Aajal
Leikmaður ársins: Gabríela Rósa Eyjólfsdóttir

3. flokkur kk
Viðurkenning fyrir góða ástundun, Ásgeir Orri Magnússon, Erlendur Guðnason, Finnur Valdimar Friðriksson, Fróði Kjartan Rúnarsson, Haraldur Smári Ingason, Hákon Snær Þórisson, Magnús Máni Þorvaldsson, Reynir Aðalbjörn Ágústsson, Róbert William G. Bagguley, Svavar Örn Þórðarsson, Sveinn Andri Sigurpálsson, Þórir Ólafsson

Besta mæting:  Samúel Skjöldur Ingibjargarson
Besti félaginn: Fróði Kjartan Rúnarsson
Mestu framfarir: Sveinn Andri Sigurpálsson
Leikmaður ársins: Adrian Krawczuk

Efnilegasti leikmaður yngri flokka:
Þetta er í fyrsta skipti sem við veitum þessa viðurkenningu, hún er ætluð þeim iðkanda sem við teljum vera efnilegasti yngri iðkandi deildarinnar. Í ár er það Pálmi Rafn Arinbjörnsson markvörður úr 3. flokki, hann hefur leikið á þessu ári sex landsleiki með U 16 ára landsliðinu, varamarkvörður í nokkrum leikjum meistaraflokks. Pálmi mun í vetur ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Wolves. Hann fór út til Englands í byrjun september og er að æfa með U 18 ára liði Wolves. Það var faðir hans Arinbjörn Kristinsson sem veitti viðurkenningunni viðtöku.

Pálmi Rafn Arinbjörnsson