Uppskeruhátíð og nýtt starfsárPrenta

Fótbolti

Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka fer fram á föstudaginn 24. september og hefst kl. 16:30. Hátíðin fer fram á Rafholtsvelli.

Dagskráin er með hefðbundnu sniði þar sem verða veittar viðurkenningar fyrir nýliðið starfsár.

Pizzuveisla í lok hátíðar.

 

Nýtt starfsár yngri flokka hefst mánudaginn 27. september samkvæmt æfingatöflu.

Búið er að opna fyrir skráningar í Skráningarkerfi UMFN og eru allar skráningarupplýsingar undir Skráningar.

Hver starfandi flokkur hjá okkur er með sína síðu á umfn.is undir Flokkar. Þar er hægt að fá allar helstu upplýsingar varðandi hvern flokk fyrir sig.

Iðkendum okkar heldur áfram að fjölga eins og undanfarin ár og vill knattspyrnudeildin halda áfram að bjóða upp á gott og metnaðarfullt starf.

Allir í fótbolta með Njarðvík!

 


Barna og unglingaráð
NJARÐVÍK knattspyrnudeild

Leikgleði, samvinna, dugnaður