Ungu strákarnir framlengja.Prenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur framlengdi samningum við nokkra leikmenn karlaliðsins í dag. Það voru þeir Adam Eiður Ásgeirsson, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson, Jón Arnór Sverrisson, Snjólfur Marel Stefánsson, Hilmar Hafsteinsson, Hermann Ingi Harðarsson og Gabríel Möller sem framlengdu samninga sína.
Við erum gríðalega ánægðir með alla þessa stráka og bindum miklar vonir við þá í framtíðinni. Það var algjört forgangsverkefni hjá okkur að framlengja samningunum þeirra. Það er stefna deildarinnar að ala upp efnilega leikmenn og það eru þeir svo sannalega allir. Þeir eru allir mjög duglegir að æfa og hafa tekið miklum framförum síðasta árið. Ég er sannfærður um það að þeir muni svo koma enn sterkari inn á næsta tímabili enda mikið keppnisskap og elja í þeim öllum. Segir Róbert Þór varaformaður kkd Njarðvíkur
Mynd frá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur