Unglingalandsmóti frestað um árPrenta

UMFN

Framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ hefur ákveðið í samræmi við sóttvarnarlækni og Almannavarnir að fresta mótinu um ár. Mótið sem átti að fara fram helgina 31. júlí til 2 ágúst á Selfossi verður því að ári á sama stað.

„Fjöldi fólks hefur lagt mikið á sig og hlakkað til Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi. En við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ.

 

Ómar segir mótshaldara harma þessa niðurstöðu. En ákvörðunin sé vel ígrunduð og með almannahagsmuni í huga.

 

Um leið og +ákvörðun lá fyrir hófst vinna við endurgreiðslu þátttökugjalda þeirra sem þegar höfðu skráð sig.

Þvi ferli er nú lokið sem endurgreiðslur þátttökugjalda fela í sér. Allir sem höfðu skráð sig á mótið hafa nú fengið endurgreitt. Mögulegt er þó að það geti tekið 1-2 daga fyrir endurgreiðslurnar að birtast á reikningi greiðanda.