Tvö núll tap gegn Leikni R.Prenta

Fótbolti

Tvö núll tap á heimavelli fyrir Leikni R. var niðurstaðan úr leik kvöldsins. Leikurinn byrjaði svo sem ágætlega fyrir okkur fín spilamennska og sóknir. Það voru þó gestirnir sem náðu forystunni á 16 mín þegar dæmd var vítaspyrna fyrir brot inní vítateignum. Vítið sló okkur út af laginu og Leiknismenn voru sterkari aðilinn en við náðum áttum á ný og náðum að ógna þeim.

Seinnihálfleikurinn var eins og sá fyrri barátta um alla bolta og skipts á að sækja. Við vorum að fá fínar sóknir og ógnuðum marki gestanna nokkru sinnum sem áttu að skila okkur marki en ekkert gekk. Leiknismenn bættu við öðru marki á 87 mín og sigurinn tryggður.

Það var fúlt að fá ekkert út úr þessum leik eins og þeim síðasta. En við verðum að taka okkur saman í andlitinu og vinna okkur út úr þessu. Það er stutt í næsta leik en þá förum við yfir götuna og heimsækjum Keflavík á þriðjudaginn.

Leikskýrslan Njarðvík – Leiknir R.
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld