Tvö núll sigur á TindastóliPrenta

Fótbolti

Njarðvík tók á móti Tindastóli frá Sauðárkróki í skemmtilegum leik í blíðskaparveðri á Njarðtaksvellinum í kvöld og hafði góðan og nokkuð öruggan 2-0 sigur, sem var síst of stór. Fyrirfram bjuggumst við við hörku leik, því fyrri leikur liðanna í maí sl. var mjög jafn og spennandi, þar sem við höfðum að lokum sigur. Leikurinhn fór fjörlega af stað og áttum við nokkrar hættulegar sóknir fyrsta hálftímann og small boltinn í tvígang í tréverkinu. En á 31. mín náði Atli Freyr Ottesen Pálsson að koma okkur yfir með fallegu skoti eftir fallega sókn.

Stuttu seinna lentu markvörður Tindastóls og Theodór Guðni Halldórsson í harkalegu samstuði. Theodór var fluttur á sjúkrahús og er mjög líklega rifbeinsbrotinn. Njarðvíkingar vour óánægir með dómgæsluna í þessu tilviki, hvorki vítaspyrna né gult spjald á markvörðinn. Heimamenn áttu að bæta við mörkum en boltinn fór tvisvar í stöngina. Staðan í hálfleik 1 – 0.

Njarðvíkingar réðu ferðinni alfarið í seinnihálfleik en seinna mark okkar kom úr vítaspyrnu sem Andri Fannar Freysson tók á 59 mín. Vítið var dæmt á brot á Stefáni Birgi Jóhannessyni eftir að hann hafði fallið eftir hættulegt færi og var að standa upp en leikmaður gestanna vildi meina að hann væri að fiska víti. Leikurinn var nokkuð fast leikinn og mikið um brot um allann völl. En sanngjarn 2 – 0 sigur á Tindastól og 30 stig komin í hús og áfram í efsta sæti.

Skoski leikmaðurinn Neil Slooves lék í kvöld sinn fyrsta leik með Njarðvík en hann lék sinn síðasta leik með Tindastól um síðustu helgi. Það er stutt í næsta leik en á miðvikudaginn kemur Fjarðarbyggð í heimsókn.

Leikskýrslan Njarðvík – Tindasóll

IMG_9247   IMG_9268

IMG_9273   IMG_9283

IMG_9349   IMG_9360