Tveir hörku leikir hjá grænum í dagPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur mætir Tindastól í 1. deild kvenna í dag og karlaliðið mætir Val í Domino´s-deildinni. Það verður því í nægu að snúast hjá okkar fólki þennan sunnudaginn.

Okkar menn urðu að fella sig við tap gegn Keflavík síðastliðinn föstudag en það er skammt stórra högga á milli og kl. 20:15 mætast Njarðvík og Valur í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Bæði lið eru með 4 stig eftir fjórar umferðir í deildinni.

Kvennalið Njarðvíkur ætti nú að vera að nálgast Skagafjörð þegar þetta er ritað en liðið mætir Tindastól kl. 16.00 í leik sem átti að fara fram í gær en var frestað sökum veðurs. Ljónynjurnar höfðu góðan sigur á Stjörnunni í síðustu umferð og eru í 3. sæti deildarinnar með 4 stig.

Allir leikir dagsins

Vinnum saman

#ÁframNjarðvík