Formannsskipti hafa átt sér stað innan körfuknattleiksdeildar UMFN. Hafsteinn Sveinsson mun taka við af formennsku frá Einari Jónssyni sem þarf að stíga til hliðar vegna anna í vinnu sem og persónulegra ástæðna. Stjórn deildarinnar samþykkti á fundi að Hafsteinn Sveinsson tæki við formennsku af Einari frá og með deginum í dag. Einar mun þó ekki fara langt og vera áfram í stjórn og nýjum formanni að sjálfsögðu innan handar. Sjá neðan tilkynningu frá fráfarandi formanni.
Ég, Einar Jónsson, hef ákveðið að láta af störfum sem formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Ákvörðunin hefur ekki verið auðveld, enda er starfið mér kært, en hún er tekin vegna aukinna anna í starfi og persónulegra aðstæðna. Það veitir mér þó mikinn styrk að vita að deildin er áfram í mjög góðum og traustum höndum. Stjórn deildarinnar hefur samþykkt að Hafsteinn Sveinsson taki við formennsku frá og með deginum í dag. Ég ber fullt traust til Hafsteins og er sannfærður um að hann muni leiða deildina af fagmennsku, festu og metnaði til áframhaldandi árangurs. Að lokum vil ég færa starfsmönnum deildarinnar, leikmönnum, þjálfurum, sjálfboðaliðum, félagsmönnum og öllum stuðningsaðilum mínar innilegustu þakkir fyrir frábært samstarf og ómetanlegan stuðning á þeim tíma sem ég hef gegnt formennsku. Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt og þann kraft sem samfélag Njarðvíkur hefur lagt í starfið. Ég mun áfram sitja í stjórn og starfa fyrir Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur eftir bestu getu. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í áframhaldandi uppbyggingu og framtíð deildarinnar. Kær kveðja, Einar Jónsson