Þrjú stór stig frá ÍsafirðiPrenta

Fótbolti

Njarðvík situr í fyrsta sæti 2. deildar eftir átta umferðir með sama stiga fjölda og Magni en betri markatölu. Þrjú stór sig voru sótt á Ísafjörð í gærdag þegar liðið vann Vestra 2 – 4. Njarðvíkingar voru mun sterkari aðilinn í fyrrihálfleik en við lékum með vindinn í bakið. Fyrsta markið kom eftir 20 mín leik en þá skallaði leikmaður Vestra boltann í stöngin inn eftir hornspyrnu. Andri Fannar bætti við marki á 35 mín með skoti fyrir utan teig sem markvörðurinn hélt ekki.

Heimamenn byrjuðu seinnihálfleik með látum og ætluð greinilega að nýta sér vindinn til að skapa hættu við okkar mark með fyrirgjöfum inní teig. Vörn okkar sá við öllum aðgerðum en á 61 mín skorðuð heimamenn laglegt mark og náðu að minnka munin og setja á okkur pressu. En Njarðvíkingar náðu að svar fyrir sig 5 mín seinna þegar Arnar Helgi Magnússon kom boltanum í netið eftir hornspyrnu. Eftir markið náðum við nokkrum góðum og hættulegum sóknarlotum sem hefðu getað skilað marki. Á á 2 mín uppbótartíma náðu heimamenn að minnka munin á ný í eitt mark. Í stað þess að setja á okkur meiri pressu misstu þeir boltann eftir innkast og Krystian Wiktorowicz var fljótur að átta sig og náði boltanum og sendi hann í netið og innsiglaði sigur okkar.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur á erfiðum útivelli og þetta sannkölluð stór þrjú stig, topp sætinu náð á ný. Leikmenn lögðu sig alla í verkefnið eftir döpur úrslit um síðustu helgi. Það er stutt í næstu leiki en á fimmtudaginn koma Víðismenn í heimsókn en sá leikur hefst kl. 19:15 og væntum við þess að stuðningsmenn fjölmenni og leggist á árarnar með okkur.

Staðan í 2. deild

Leikskýrslan Vestri – Njarðvík

Myndirnar eru úr leiknum

IMG_8787  IMG_8700

IMG_8714  IMG_8743

IMG_8747  IMG_8754