Þrjú stig sótt á EgilsstaðiPrenta

Fótbolti

Þrjú stig voru uppskeran úr ferð okkar austur á Egilsstaði í dag þegar við unnum Hött 0 – 1. Mark okkar kom á 94 mín og var sjálfsmark, ansi slysalegt þegar boltinn fór af markverðinum í varnamann eftir sóknarlotu okkar.

Leikurinn í dag var sannkallaður baráttuleikur frá upphafi til enda. Við vorum sterkari aðilinn meira og minna í fyrrihálfleik og áttum nokkar góðar sóknarlotur sem hefðu geta skilað okkur mörkum. Það var helst þegar undir lokin sem heimamenn sóttu á okkur eða við gáfum eftir.

Seinnihálfleikur var svipaður og sá fyrri, hart barist um alla bolta en engin sérstök færi. Það var komið í uppbótatíma sem átti að vera 5 mín þegar sigurmarkið leit ljós þegar allt stefndi í jafntefli.

Það var gott að byrja mótið á útisigri á erfiðum útivelli, aðstæður voru allt í lagi aðeins vindur en hlýtt. Davíð Guðlaugsson meiddist í fyrrihálfleik og er sennilega rifbeinsbrotinn, stöðu hans tók Hafsteinn Gísli Valdimarsson sem kom frá ÍBV fyrir helgina og hann stóð sig vel í sýnum fyrsta mótsleik fyrir Njarðvík.

Það er stutt í næsta leik okkar sem er gegn Selfoss í Borgunarbikarnum á Selfossi á þriðjudagskvöldið.

Hvað fannst þjálfaranum 
Íslandsmótið fór af stað, annað árið í röð sem við hefjum leik gegn Hetti á þeirra heimavelli. Liðunum er spáð ólíku gengi í sumar og fórum við í leikinn með það að leiðarljósi. Við náðum tökum á leiknum eiginlega strax og vorum beittari. Þessum tökum héldum við fyrsta hálftímann. Síðasta korterip komust Hattermenn inní leikinn án þess þó að ógna okkur. Seinni hálfleikur var okkar, við náðum þó ekki afgerandi færum. Okkar leikplan gekk virkilega vel upp í dag, það endaði með því að Hattarmenn settu boltann í eigið net eftir góða pressu frá okkur á lokasekúndum leiksins. Þannig að 3 stig og við ánægðir með okkar leik.

Leikskýrslan Höttur – Njarðvik

IMG_4733 (2)

IMG_4666

IMG_4678

Myndirnar eru úr leiknum í dag