Þrír Njarðvíkingar valdir í U20 kvennaPrenta

Körfubolti

U20 leikmannahópurinn fyrir sumarið 2023 er klár en 17 leikmenn hafa verið valdir til að mæta til fyrstu æfinga liðsins síðar í mánuðinum. 12 leikmenn verða svo valdar til að keppa á NM og EM í sumar en Norðurlandamótið fer fram í lok júní í Svíþjóð og FIBA EM mótið fer fram í júlí í Rúmeníu. Aðrir leikmenn verða áfram í æfingahóp og til vara ef upp koma meiðsl.

Þær Helena Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir og Krista Gló Magnúsdóttir voru allar valdar í hópinn en Krista gaf ekki kost á sér í verkefnið sökum meiðsla. Eins og mörgum er kunnugt eru þær Helena og Vilborg við nám í Bandaríkjunum, Helena hjá North Florida og Vilborg hjá Minot State. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur óskar þeim öllum til hamingju með útnefninguna.

Áfram Ísland

Nánar um val U20 kvenna í frétt hér á KKÍ.is