Þinn styrkur – þeirra styrkur: Söfnunarátak KKÍPrenta

Körfubolti

Yngri landsliðin kosta um 80 milljónir!

Söfnunarátakið „Þinn styrkur – þeirra styrkur” hófst í gær en verkefnið er gangsett af KKÍ til að greiða niður kostnað leikmanna yngri landsliða og fjöskyldna þeirra fyri verkefni komandi sumars.

Þetta sumarið verða átta ungir Njarðvíkingar í verkefnum með yngri landsliðum Íslands. Sjá landsliðshópana.

Eins og undanfarin ár heldur KKÍ úti 10 yngri landsliðum sem taka þátt í verkefnum erlendis, U15 drengja og stúllkna (æfingarmót), U16 drengja og stúlkna, U18 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna sem öll taka þátt í NM og EM. Heildarkostnaður við yngri landsliðsstarfið á þessu ári er um 80 milljónir og af því þurfa leikmenn og fjölskyldur þeirra að greiða 45-50 milljónir í ferða- og fæðiskostnað, KKÍ þarf að fjárfmagna 30-35 milljónir. Flestir leikmenn munu fara bæði á NM og EM og verður heildarkostnaður samtals rúmlega 600.000 kr. á þann einstakling og fjölskyldu. Því hefur KKÍ ákveðið að fara í átak sem snýr því að fá fyrirtæki og einstaklinga til að styðja við bakið á okkar unglingalandsliðum.

Nánar má kynna sér verkefnið hér í frétt á síðu KKÍ þar sem einnig er hægt að styrkja verkefnið.