Þægileg tvö stig í KópavogiPrenta

Körfubolti

Njarðvík lagði botnlið Blika 70-102 í Domino´s-deild karla í gærkvöldi. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 13-26 og okkar menn litu ekki við eftir það og lönduðu tveimur góðum stigum.

Eric Katenda var atkvæðamestur okkar manna með 22 stig og 10 fráköst. Elvar Már bætti við 18 stigum og Mario Matasovic var með 16 stig og 9 fráköst. Þess má geta að Jeb Ivey var með 100% skotlínu, 2-2 í teigskotum og 2-2 í þristum og þá splæsti hann í 7 stoðsendingar.

Njarðvík komst aftur eitt á topp deildarinnar með sigrinum í gær og hvort það verði áfram svoleiðis eftir kvöldið í kvöld er óvíst þar sem Stjarnan tekur á móti Grindavík í Ásgarði.

Aðeins einn leikur er eftir í deildinni hjá okkar mönnum en hann fer fram fimmtudaginn 14. mars næstkomandi í Ljónagryfjunni kl. 19:15 þegar Skallagrímur kemur í heimsókn en Borgnesingar rétt eins og Blikar eru fallin úr úrvalsdeild. Það verður samt nóg um að vera á fimmtudag enda heil umferð í gangi og þá skýrist endanlega hvernig úrslitakeppnin mun líta út.

Tölfræði leiksins gegn Breiðablik
Umfjöllun Karfan.is
Myndasafn – Bjarni Antonsson

Mynd/ Bjarni Antonsson – Kristinn Pálsson sækir að körfu Blika í gær.