Terrell Vinson í LjónagryfjunaPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við bandaríska leikmanninn Terrell Vinson um að leika með liðinu á komandi vertíð í Domino´s-deild karla.

Vinson er 27 ára gamall framherji sem útskrifaðist 2013 frá Massachusetts-háskóla en hefur komið við í LEB Gold deildinni á Spáni, í Rúmeníu og nú síðast lék hann með Pyrinto Tampere í Finnlandi.

Vinson er hreyfanlegur framherji sem á sínum tíma setti met í Massachusetts-háskóla fyrir flesta byrjunarliðsleiki eða 128 talsins. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur sagði Vinson myndi skila leikstöðum 3 og 4 fyrir Njarðvíkurliðið á komandi vetri.

„Það verður gott að hafa hreyfanlegan mann í kringum Ragnar í teignum og við væntum mikils af Vinson þar sem hann hefur þegar fengið dágóða reynslu úr heimi atvinnumennskunnar.“