Tap í Gryfjunni, sigur í HöfninniPrenta

Körfubolti

Þau voru ólík hlutskipti liða okkar í gærkvöldi þegar bæði lið spiluðu í Dominos deildinni. Stúlkurnar okkar léku frestaðan leik gegn Stjörnunni og skemmst frá því að segja þá sigruðu gestirnir úr Garðabæ að þessu sinni með 90 stigum gegn 55.  Lið okkar barðist ágætlega en að þessu sinni voru gestirnir betri og sigruðu leikinn verðskuldað. Hrund Skúladóttir var stigahæst að þessu sinni með 14 stig. Segja má að stelpurnar hafi ekki farið nægilega varlega með knöttinn að þessu sinni en 31 tapaður bolti segir þá sögu til enda.  Næg innistæða er fyrir framfarir hjá þessum flotta hóp okkar og von er á liðstyrk.

 

Karlalið okkar spilaði í Þorlákshöfn þar sem um var að ræða hörku leik. Okkar menn voru megnið af leiknum þessum 2 til 5 stigum yfir en á lokasprettinum náðu heimamenn í Þorlákshöfn að jafna leikinn.  Það var svo Maceij Baginski sem setti niður risa þrist á ögurstundu sem varð svo grunnur að sigrinum og virkilega mikilvægur 78:74 sigur fór í hendur okkar manna.  Terrel Vinson (TíVí) var drjúgur líkt og í fyrsta leiknum gegn KR og skoraði 30 stig. Ragnar Nathanelson hlóð í fína tvennu með 11 stigum og 11 fráköstum og svo má minnast á þær 8 stoðsendingar sem að Logi Gunnarsson sendi á félaga sína.

 

 

 

Tölfræði kvennaleiksins

 

Tölfræði karlaleiksins