Tap gegn Víking í síðasta leik ársinsPrenta

Fótbolti

Reykjavíkur-Víkingar höfðu 0 – 3 betur gegn Njarðvík í kvöld í Reykjaneshöll. Gestirnir voru 0 – 1 yfir eftir fyrrihálfleik en okkur tóks ágætlega að halda í við þá. Í seinnihálfleik náðu þeir að setja tvö mörk í viðbót og úrslitin ráðin. Það var talsverður munur á liðunum eðlilega enda þeir komnir lengra í undirbúningi en það komu fínir kaflar í leik okkar og svo slagt á milli.

Þetta var fjórði og síðasti æfingaleikur á þessum fyrsta hluta undirbúningstímabilsins. Lið okkar er langt frá að vera orðið fullmótað og hafa yngri leikmenn fengið tækifæri í þessum leikjum og staðið sig ágætlega. Í kvöld byrjuðu þrír drengir úr 2. flokki og síðustu tíu mínóturnar var varnarlínan öll úr 2. flokki og hélt hreinu.

Í byrjunarliðið í dag voru; Brynjar Atli Bragason (m), Arnar Helgi Magnússon, Marc McAusland, Jón Tómas Rúnarsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Ari Már Andrésson, Bergstenn Freyr Árnason, Theodór Guðni Halldórsson, Svavar Örn Þórðarson, Alexander Magnússon, Matthías Arnarson.

Varamenn; Andri Ingvarsson (m), Helgi Snær Elíasson, Atli Freyr Ottesen, Jökull Örn Ingólfsson, Andri Gíslason, Krystian Wiktorowicz. Fróði Kjartan Rúnarsson, Sveinn Andri Sigurpálsson og Reynir Aðalbjörn Ágústsson.

Mynd/ strákarnir úr 2. flokki, Matthías, Fróði Kjartan, Sveinn Andri, Reynir Aðalbjörn, Svavar Örn, Helgi Snær, Bergsteinn Freyr og Jökull Örn.