Tap gegn Þrótti í MjólkurbikarnumPrenta

Fótbolti

Njarðvík tapaði 2 – 4 gegn Þrótti R. í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru óheppnir að ná ekki forystunni í leiknum í tvígang áður en Þrótti tóks það. Fyrsta mark gestanna kom á 12 mín og þeir náðu að auka forystuna á 34 mín. Andri Fannar Freysson minnkaði munin úr vítaspyrnu á 38 mín. En gestirnir náðu að bæta við þriðja markinu mínótu síðar. Staðan 1 – 3 í hálfleik.

Njarðvíkingar byrjuðu seinnihálfleik ágætlega og reyndu að minnka munin en ekkert gekk. Þróttarar gerðu sitt fjórða mark á 71 mín. Stuttu seinna var Kenneth Hogg felldur þegar hann var komin á auðan sjó og vildu heimamenn að leikmaður Þróttar fengi rautt fyrir vikið. Eftir nokkar góðar sóknir minnkuðu Njarðvíkingar munin á 85 mín þegar Stefán Birgir Jóhannesson skoraði með skoti fyrir utan vítateig í bláhornið. Stuttu áður hafði Stefán á bylmingskot í slánna.

En Þróttur sigraði verskuldað 2 – 4 en Njarðvíkingar áttu mun meira í leiknum heldur en tölurnar bera með sér. Það var kalt á vellinum í kvöld en furðu margir lögðu samt leið sína á völlinn. Það er stutt í næta leik sem er gegn Þrótti á laugardaginn þegar Inkasso-deildin byrjar. Helgi Þór Jónsson lék í kvöld sinn fyrsta mótsleik fyrir Njarðvík en hann kom frá USA í gærmorgun.

Leikskýrslan Njarðvík – Þróttur R.

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld