Tap gegn KV í leik um fimmta sætiðPrenta

Fótbolti

Njarðvík tapaði 2 – 3 fyrir KV í leik liðanna um fimmta sætið í Fótbolta.net mótinu. Njarðvíkingar voru fljótir að ná forystunni þegar Bergþór Ingi Smárason kom boltanum í netið á 4 mín. KV náði síðan að jafna á 31 mín og komast yfir á 34 mín. Staðan eftir fyrrihálfleik 1 – 2.

Arnór Björnsson náði að jafna á 55 mín. Sigurmark KV kom síðan á 74 mín og þeir náðu að halda forystunni þrátt fyrir þunga sókn heimamanna. Sigur KV verður að teljast sanngjarn því við vorum að leika langt undir getu. Við náðum aldrei að ógna marki þeirra þrátt fyrir að vera meira og minna með boltann.

Leikskýrslan Njarðvík – KV