Tap gegn KR í fyrsta æfingaleiknumPrenta

Fótbolti

KR var aðeins of stór biti fyrir okkur Njarðvíkinga í kvöld en lokatölur leiksins var 2 – 3. Leikurinn var ágætlega leikinn en KR ingar mættu með öflugt lið til leiks sem hélt yfirhöndinni í leiknum þó við náðum ágætis sprettum inná milli.. Gestirnir voru yfir eftir fyrrihálfleik 0 – 1.

Andir Fannar Freysson náði að jafna fljótlega í seinnihálfleik en KR ingar náðu síðan að setja á okkur tvö mörk. Andri Fannar náði síðan undir lok leiksins að minnka munin með glæsilegu skoti fyrir utan teig.

Þetta var ágætisleikur hjá okkar mönnum gegn sterku liði KR. Eins og venjulega í svona leikjum þá er skipt út leikmönnum í seinnihálfleik enda leikmenn aðeins búnir að æfa síðan í byrjun nóvember.

Byrjunarlið okkar var þannig skipað; Brynjar Atli Bragason (m), Arnar Helgi Magússon, Styrmir Gauti Fjeldsed, Davíð Guðlaugsson, Sigurður Hallgrímsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Andri Fannar Freysson, Brynjar Freyr Garðarsson, Theodór Guðni Halldórsson, Fjalar Örn Sigurðsson og Krystian Wiktorowicz.

Varamenn; Aron Elís Árnason (m), Arnór Svansson, Bergþór Ingi Smárason, Jón Tómas Rúnarsson, Óðinn Jóhannsson, Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson.

Þeir Krystian og Vilhjálmur eru úr 2. flokki og voru báðir að taka þátt í sínum fyrsta leik í meistaraflokki. Þeir Aron Elís Árnason, Bergþór Ingi Smárason, Jón Tómas Rúnarsson og Sigurður Hallgrímsson hafa allir verið að æfa hjá okkur að undanförnu en eru ekki leikmenn okkar þó allir hafi komið við sögu hjá okkur áður.

Mynd/  Krystian og Vilhjálmur Kristinn ásamt Andra Fannar markaskorari okkar.