Tap gegn Haukum og staðan slæmPrenta

Fótbolti

Það verður ekki sagt annað en að staða okkar í Inkasso-deildinni sé slæm og það mjög slæm eftir 4 – 0 tap gegn Haukum inná Ásvöllum í kvöld. Njarðvíkingar nánast endurlifðu fyrrihálfleikinn í fyrri leik liðanna frá í sumar þar sem ekkert var að ganga upp. Það var greinilegt að Haukarnir voru tilbúnir í leikinn og við létum þá líta mjög vel út. Við fórum inn í leikhlénu með þrjú mörk á okkur og á brattann að sækja að reyna jafna það.

Seinnihálfleikurinn var mun skárri frá okkar hendi og við fórum að sækja á mark heimamanna og nokkrar sóknir okkar voru hættulegar og á góðum degi hefðu eflaust skilað mörkum. Haukarnir bættu við sínu fjórða marki á 74 mín. Liðið sem vann leikinn var það liðið sem mætti vel stemmt í leikinn og landaði þremur mikilvægum stigum.

Staða okkar er orðin nánast vonlaus þegar tveir leikir eftir en með baráttu og áræðni er allt hægt.

Næsti leikur okkar er gegn Gróttu á Rafholtsvellinum laugardaginn 14. september kl. 14:00.

Leikskýrslan Haukar – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús