Tap gegn GróttuPrenta

Fótbolti

Grótta sigraði Njarðvík 2 – 0 í úrslitaleik B deild Fótbolta.net mótsins í kvöld. Það var kalt og nokkuð hvasst á Seltjarnarnesi í kvöld og ekki kjör aðstæður fyrir okkur Njarðvíkinga enda var þetta fysti utanhúss leikur okkar síðan í september sl.

Gróttumenn voru sprækari aðilinn í leiknum en við komum inní leikinn þegar fór að líða á hann. Fyrra mark leiksins kom á 40 mín leiksins, Seinna markið kom á 71 mín úr vítaspyrnu, Njarðvíkingar voru ósáttir við þann dóm enda ekki ljóst hver braut á hverjum.

Þrátt fyrir nokkrar góðar sóknir í lokin náðum við ekki að jafna leikinn og Grótta stóð uppi sem sigurvegari og áttu hann skilið.

Mynd/ Úr leiknum í gærkvöldi (Fótbolti.net)

Leikskýrslan Grótta – Njarðvík

Umfjöllun Fótbolta.net

Fótbolti.net myndasafn úr leiknum