Tap gegn Gróttu á lokamínótunumPrenta

Fótbolti

Grótta sigraði Njarðvík 2 – 3 með marki í blálokin í Fótbolta,net mótinu í kvöld. Þetta var hörkuleikur frá upphafi til enda og spilað fast. Grótta náði forystunni á 35 mín úr vítaspyrnu. Arnór Björnsson náði að jafna þremur mínótum seinna með góðu marki eftir hraða upphlaup. Staðan 1 – 1 í hálfleik.

Njarðvík náði forystunni á 65 mín þegar Andri Fannar skoraði úr vítaspyrnu, en jöfnuarmark Gróttu kom síðan á 74 mín og áttum við að gera betur þar í varnarleiknum. Það sem eftir lifði leiksins skiptust liðin á að sækja og áttum við nokkar hættulegar sóknir sem áttu að skila mörkum. Það var svo á lokamínótunni sem Grótta náði að setja sigurmarkið sem var ansi klaufalegt af okkur að fá það á okkur.

Niðurstaðan úr þessu leik var því þriðja sætið í riðlinum og leikur um fimmta sætið í mótinu væntanlega á móti Selfoss eða Þrótti Rvík í næstu viku. En þessi leikur í kvöld snérist um hjá okkur vinna hann og leika til úrslita, gera jafntefli og lenda í öðru sæti og spila um það þriðja en tap skilaði okkur í þriðja sæti, svona er þetta í boltanum. En við erum búnir að spila þennan riðil ágætlega og menn hafa verið að leggja mikla vinnu í leikina.

Mynd/ markaskorar okkar í kvöld Arnór og Andri Fannar.

Byrjunarlið; Jökull Blængsson (m), Hrólfur Sveinsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Jón Veigar Kristjánsson, Theodór Guðni Halldórsson, Andri Fannar Freysson, Birkir Freyr Sigurðsson, Davíð Guðlaugsson, Arnór Björnsson, Bergþór Ingi Smárason, Brynjar Freyr Garðarsson.

Varamenn; Brynjar Atli Bragason (m), Sigurður Þór Hallgrímsson, Fjalar Örn Sigurðsson, Atli Freyr Ottesen Pálsson, Óðinn Jóhannsson, Georg Guðjónsson, Gunnar Orri Guðmundsson.

 

Er þú ekki búin að tryggja þér miða, salan er komin í fullan gang.
Pantaðu og tryggðu þér sæti hér Steikarkvöld 2017 

Steik 2