Tap gegn Fjölni í drengjaflokki.Prenta

Körfubolti

Drengjaflokkur tapaði í gær gegn Fjölni 68-92, strákarnir spiluðu engu að síður flottan leik og börðust til síðustu mínútu. Jafntræði var með liðunum í fyrri hálfleik og munaði aðeins 4 stigum í hálfleik. Gabríel Sindri átti skínandi leik og skoraði 41 stig! Fjölnismenn áttu í mestu vandræðum með hann og reyndu mismunandi varnartilbrigði til að stöðva Gabríel í þessum mikla ham. Næstur kom Þorbergur með 14 stig. Þó aðrir hafi skorað minna var varnarleikurinn til fyrirmyndar mestan part leiksins og spilaði liðið vel saman. Draga fór af af leikmönnum í síðasata leikhluta og bilið varð meira á milli liðanna. Aðeins voru 8 leikmenn á leikskýrslu hjá Njarðvík, endaði það svo með því að tveir leikmenn voru komnir á bekkinn með smávægileg meiðsl og einn með fimm villur. Lokatölur leiksins gefa ekki skýra mynd af leiknum í gær. Liðið er búið að lenda í miklum meiðslum í vetur og vantaði tvo leikmenn í gær, þá Veigar Pál og Rafn Edgar. Einnig missti liðið Brynjar Atla í upphafi móts sem hafði spilað vel í fyrstu leikjum tímabilsins, hann er í reynslu hjá enska knattspyrnufélaginu Sheffield United og óskum við honum góðs gengið þar.
Næsti leikur er næsta þriðjudag í Ljónagryfjunni kl 19:30 gegn Grindavík.