Sundnámskeið fyrir unga sundmenn í sumarPrenta

Sund

Æfingadagur Sprettfiska, Flugfiska og Sverðfiska Æfingadagur fyrir Sprettfiska, Flugfiska og Sverðfiska verður næsta laugardag kl. 15-17 í Vatnaveröld. Þessi æfingadagur er skipulagður með það í huga að hjálpa yngstu sundmönnunum að undirbúa sig fyrir Fjölnismótið sem verður helgina á eftir. Sundmenn þurfa að vera tilbúnir og komnir í sundföt kl. 15:00 svo mælt er með því að mæta kl. 14:40. Allir sem ætla að keppa á Fjölnismótinu ættu að taka þátt til þess að öðlast meira öryggi í stóru lauginni (50 metra laug). Nauðsynlegt að hafa sundgleraugu og sundhettu með sér. Á æfingunni verða ýmis tækniatriði æfð undir stjórn yfirþjálfara og með þjálfurum yngri hópa. Æfingadagurinn endar svo á leikjum sem styrkja liðsandann. Sjáumst öll á laugardaginn!