Æft verður mikið í sumar og verða aftur æfingar yfir alla sumarmánuðina eins og gert var í fyrsta skipti síðasta sumar. Körfuboltinn er orðinn heilsársíþrótt og er sumarið tíminn til að bæta sig, þá sérstaklega í einstaklingsæfingum, tækni og skotum. Farið verður vel í þessa þætti í sumar. Æft verður í júní, júlí og ágúst.

Skipt verður æfingunum uppí þrjú námskeið , eitt í hverjum mánuði.

Æfingar verða fyrir iðkendur fædda 2004-2015. Æfingatímarnir eru unnir í samstarfi við knattspyrnudeild félagsins svo flestir geti stundað báðar íþróttir, samt sem áður er möguleiki á einhverri skörun vegna fjölda árganga og tímum í íþróttahúsunum.

Skráning á sumaræfingarnar fara fram í gegnum Nora. Opnað verður fyrir skráningu 15.maí. 15% systkinaafsláttur er veittur á hvert barn sé fleiri en eitt skráð. Afslátturinn reiknast á barn nr. 2 sem er skráð og frv. https://umfn.felog.is/ 

Skráning er einnig hafin í hin árlega körfuboltaskóla en tvö námskeið verða í sumar fyrir börn fædd 2011-2015. Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum póstfangið aggiogsvava@simnet.is . Skólinn er í íþróttahúsinu við Akurskóla eins og síðustu ár.

Allar upplýsingar um námskeiðið má finna hér:

https://www.facebook.com/groups/2129821637053416

Sumaræfingar 2021

Æfingar fara fram í Ljónagryfjunni, íþróttahúsi Njarðvíkur og í Akurskóla.

*æfingatímarnir eru birtir með fyrirvara um breytingar

Sumaræfingar fyrir iðkendur fædda 2012-2014.

( vegna lítillar skráningar sameinast þessi hópur iðkendum 2010-2011)

Sumaræfingar fyrir iðkendur fædda 2010-2014

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku.

Verð fyrir hvert námskeið: 10.000 kr

Sumaræfingar 1:

Byrja þriðjudaginn 15.júní – 1.júlí

Æft verður  þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:30-15:45 í Akurskóla og á miðvikudögum kl. 14:30-15:45 í Ljónagryfjunni.

Sumaræfingar  2: (breyting á íþróttahúsi frá sumaræfingum 1)

Byrja mánudagurinn 5.júlí – 22.júlí.

Æft verður kl. 14:30-15:45 á mánudögum í Akurskóla, þriðjudaga og  fimmtudaga í Ljónagryfjunni.

Sumaræfingar 3:

Byrja þriðjudaginn 3.ágúst – 19.ágúst .

Æft verður kl. 14:30-15:45 á mánudögum í Akurskóla, þriðjudaga og  fimmtudaga í Ljónagryfjunni.

Sumaræfingar fyrir iðkendur fædda 2008-2009.

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku.

Verð fyrir hvert námskeið: 10.000 kr

Sumaræfingar 1:

Byrja mánudaginn 14.júní – 1.júlí

Æft verður kl. 10:30-11:45 á mánudögum í Akurskóla, þriðjudaga og  fimmtudaga í Ljónagryfjunni.

*fyrsta æfingin 14.júní verður í Ljónagryfjunni

Sumaræfingar 2:

Byrja mánudagurinn 5.júlí – 22.júlí.

Æft verður kl. 10:30-11:45 á mánudögum í Akurskóla, þriðjudaga og  fimmtudaga í Ljónagryfjunni.

*æfingin mánudaginn 12.júlí verður í Ljónagryfjunni

Sumaræfingar 3:

Byrjar þriðjudaginn 3.ágúst – 19.ágúst .

Æft verður kl. 10:30-11:45 á mánudögum í Akurskóla, þriðjudaga og  fimmtudaga í Ljónagryfjunni.

*æft er fyrstu vikuna á þriðjudegi vegna verslunarmannahelgi

Sumaræfingar fyrir iðkendur fædda 2004-2007.

Þessi hópur æfir fjórum sinnum í viku.

Verð fyrir hvert námskeið: 12.000 kr

Sumaræfingar  1 :

Byrja mánudaginn 14.júní – 1.júlí

Æft verður kl. 16:00-17:30 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og  fimmtudögum í Ljónagryfjunni.

Sumaræfingar  2 :

Byrja mánudagurinn 5.júlí – 22.júlí.

Æft verður kl. 16:00-17:30 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og  fimmtudögum í Ljónagryfjunni.

Sumaræfingar 3 :

Byrjar þriðjudaginn 3.ágúst – 19.ágúst .

Æft verður kl. 16:00-17:30 á á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og  fimmtudögum í Ljónagryfjunni.

*æft er fyrstu vikuna á þriðjudegi vegna verslunarmannahelgi

æfingtatafla sumar 2021