Subway-deildin gangsett í LjónagryfjunniPrenta

Körfubolti

Í kvöld hefst keppni í Subway-deild karla þegar Njarðvík tekur á móti Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 18.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Miðasala á leikinn fer fram í gegnum Stubbur-app.

Liðin mættust nýverið í úrslitaleiknum „meistari meistaranna“ þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi og því má gera ráð fyrir miklum bardaga í Ljónagryfjunni í kvöld. Okkar menn treysta á að græna hjörðin mæti með læti í kvöld því öflugur stuðningur í stúkunni er lykilatriði.

Þetta verður fjörugur fimmtudagur í Ljónagryfjunni og hvetjum við alla körfuknattleiksunnendur til að mæta á svæðið. Leikirnir í 1. umferð Subway-deildar karla:

7.október
18.15: Njarðvík – Þór Þorlákshöfn
19:15: Vestri – Keflavík
19:15: KR – Breiðablik
20:15: Stjarnan – ÍR

8. október
18:15: Grindavík – Þór Akureyri
20:15: Tindastóll – Valur

Viðtal sem við tókum við Nico á þriðjudag á árlegum kynningarfundi úrvalsdeildanna:

Liðsskipan karlaliðs Njarðvíkur:

Vissir þú að:
* Komandi leiktíð er 28. leiktíð Njarðvíkur í efstu deild karla.
* Njarðvík hefur fimm sinnum orðið deildarmeistari.
* Njarðvík hefur þrettán sinnum orðið Íslandsmeistari.