Styrmir leikmaður ársinsPrenta

Fótbolti
Styrmir Gauti Fjeldsted var kjörnin leikmaður ársins á lokahófi meistaraflokks sem fór fram í Vallarhúsinu í kvöld. Styrmir Gauti er vel að þessum titli komin en hann hefur verið öflugur í vörninni ásamt því að vera fyrirliði liðsins. Brynjar Freyr Garðarsson var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn og Björn Axel Guðjónsson markahæsti með 12 mörk í 17 leikjum.

Þá voru tveimur leikmönnum veitt viðurkenninga fyrir leikjafjölda. Gísli Freyr Ragnarsson fyrir 100 leiki með meistaraflokki en hann lék fyrst með okkur sumarið 2008 og Styrmir Gauti Fjeldsted fyrir 50 leiki með meistaraflokki en hann lék fyrst leikinn sinn sumarið 2009.

Knattspyrnudeildin óskar öllum þeim sem fengu viðurkenningu á lokahófinu til hamingju. Einnig þökkum við öllum þeim leikmönnum sem komu að meistaraflokki á árinu fyrir þeirra framlag ásamt þeim sem á einn og annan hátt lögðu hönd á plóginn.

Áfram Njarðvik