Styrmir frá keppni í 8 til 12 vikurPrenta

Fótbolti

Styrmir Gauti Fjeldsted meiddist á æfingu fyrir rúmri viku og nú er komið í ljós að innra liðband á hnénu hjá honum er slitið en allt annað heilt. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort hann fari í aðgerð eða þetta verði látið gróa að sjálfu sér. Það er ljóst að hann verður frá keppni og æfingum í átta til tólf vikur. Þetta er slæmt fyrir okkur þar sem Styrmir hefur verið lykilmaður í vörninni síðustu ár.

Annar lykilmaður frá því í fyrrasumar Magnús Þór Magnússon er einnig að ná sér eftir að hafa farið í aðgerð vegna kviðslits og Sports hemia sem hafa háð honum. Magnús Þór kláraði nám í USA fyrir jólin og er komin heim og hefur æfingar fljótlega.

Mynd/ Styrmir Gauti og Magnús Þór