Stórt tap gegn Sindra á HöfnPrenta

Fótbolti

Það er óhætt að segja að ferð okkar austur á Höfn í gær hafi verið einhver frægðarför og greinilegt að EM fríið hefur slegið okkur eitthvað niður. Njarðvík mætti austur með talsvert breytt byrjunarlið frá síðasta leik, forföll sett svip sinn á liðsuppstillinguna. Við erum með það góða breidd og eigum ekki að þurfa að veikjast svona mikið. En allt hefur sínar skýringar. Eftir að hafa misst Ómar Jóhannsson útaf á 5 mín og fá á sig mark úr aukaspyrnu á 7 mín sem kom til útaf brottrekstrinum kom einfaldlega í ljóss að við náðum ekki endum saman að vera einum færri til leiksloka. Heimamenn náðu að gera sitt annað mark 25 mín og staðan 2 – 0 í hálfleik.

Seinnihálfleikur var okkur erviður og við fengum á okkur þrjú mörk í viðbót 56, 64 og 71 mín. En það er stutt í næsta leik á fimmtudaginn kemur þegar við fáum efsta liðið Aftureldingu í heimsókn.

En hvað segir Guðmundur Steinarsson um leikinn.

Leikur var rétt nýbyrjaður þegar við verðum fyrir því að Ómar fær rautt spjald fyrir að handleika knöttinn fyrir utan teig. Sindra menn skoruðu í kjölfarið fallegt mark úr aukaspyrnunni sem þeir fengu. Þetta var tuska í andlitið og það tók smá tíma að taka hana úr andlitinu. Sindramenn bættu svo við öðru marki stuttu síðar. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var jafnræði með liðinum og var oft ekki að sjá að við værum færri. Seinni hálfleikur fór ágætlega af stað, en 2 mörk frá heimamönnum slökktu öll ljós hjá okkur og svo til að skella í lás þá bættu Sindramenn við fimmta markinu. Þetta er ansi vandræðaleg úrslit.

Myndin er út leik liðanna í fyrrasumar.