Stórsigur gegn KBPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði KB örugglega 10 – 1 í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins í Reykjaneshöll í dag. Það tók Njarðvíkinga 13 mínótur að brjótast í gegnum varnarmúr KB, en þá kom Kenneth Hogg boltanum í netið með skoti af stuttu færi, Kenny hélt áfram og setti tvö til viðbótar 25 og svo aftur á 27 mín. Gestirnir settu svo sjálfsmark á 31 mín og Atli Freyr Ottesen Pálsson bætti við fimmta markinu á 45 mín. Njarðvíkingar réðu gangi mála eins og tölurnar bera til kynna og lítil ógn frá gestunum.

Seinnihálfleikur var á sömu nótum en áður en Njarðvíkingar náðu að auka forskotið náðu KB menn að minnka muninn á 60 mín. Birkir Freyr Sigurðsson kom Njarðvík í 6 – 1. Unnar Már Unnarsson bætti því sjöunda við á 68 mín, hans fyrsta mark fyrir Njarðvík. Síðan komu tvö mörk frá Bergþóri Inga Smárasyni á 72 og 77 mín. Síðasta markið það tíunda gerði síðan Luka Jagacic 78 mín hans fyrsta marki í sínum fyrsta mótsleik með okkur.

Það var eins og búist var við mikill munur á liðunum en ekkert lið hefur efni á að vanmeta andstæðinginn. Tveir leikmenn okkar voru að leika sína fyrstu mótsleiki fyrir Njarðvík þeir Luka Jagacic og Unnar Elí Jóhannsson markvörður.

Með sigri þessum tryggðum við okkur leik í 2. umferð Mjólkurbikarsins gegn liði Kórdrengja og fer sá leikur fram á föstudaginn kemur á Framvelli og hefst kl. 19:00.

Mynd/ Kenny, Luka, Unnar Már, Atli Freyr, Bergþór Ingi og Birkir Freyr

Leikskýrslan Njarðvík – KB

Unnar Elí og Luka léku sína fyrstu mótsleiki í dag með Njarðvík