Stór sigur á Ægi í fyrsta leiknum í LengjubikarnumPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Ægi Þorlákshöfn 8 – 0 í fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum. Það var greinilegur styrkleikamunur á liðunum strax í leiknum og staðan orðin 1 – 0 strax eftir 4 mín leik eftir gott mark frá Bergþóri Inga Smárasyni. Bergþór var svo aftur á ferðinni á 20 mín og Kenneth Hogg með það þriðja á 21 mín og svo Bergþór en og aftur á 22 mín, Kenneth kom okkur í 5 – 0 á 35 mín og staðan 5 – 0 í hálfleik.

Seinnihálfleikur var svipaður og sá fyrri heimamenn réðu gangi mála frá upphafi til enda. Theodór Guðni Halldórsson kom Njarðvík í 6 – 0 á 55 mín og Kenneth á 57 mín úr vítaspyrnu, Stefán Birgir Jóhannesson gerði síðan síðasta markið á 62 mín (skrifað á Kenneth í leikskýrslu).

Sigur okkar var öruggur enda eins og áður sagði mikill styrkleikamunur á liðunum. Alls léku sex leikmenn þeir Atli Fannar Hauksson, Einar Örn Andrésson, Hlynur Magnússon, Marc Mcausland, Rúnar Gissuararson og Þórir Ólafsson sína fyrstu mótsleiki fyrir Njarðvík. Næsti leikur okkar í Lengjubikarnum er gegn Augnablik á laugardaginn kl. 14:00 í Reykjaneshöll.

Mynd/ markaskorar kvöldsins, Theodór Guðni, Kenneth Hogg, Bergþór Ingi Smárason og Stefán Birgir Jóhannesson.

Leikskýrslan Njarðvík – Ægir Þorlákshöfn