Tæpt stóð það, en sigur hafðistPrenta

Körfubolti

Það stóð ansi tæpt hjá okkar mönnum í gærkvöldi þegar sigur vannst á spræku liði Valsmanna. 86:83 varð lokastaða kvöldsins eftir að gestir okkar höfðu verið yfir í leiknum allt til loka mínútunar.  Terrel Vinson var okkar manna stigahæstur með 24 stig og að auki “bónaði hann spjaldið” og um leið tók 19 fráköst. Maciek Baginski kom honum næstur með 17 stig og svo var Ragnar Nathanaelson með 14 stig og um leið aðstoðaði Terrel við bónið og tók 14 fráköst.  Tölfræði leiksins má sjá hér. 

 

Ljótur sigur en sigur þó. Liðið var lengi í gang og viljum við meina að þeir eigi töluvert inni ef dæmt er af frammistöðu gærkvöldsins.  Liðið er sem stendur í 4-6 sæti með 6 stig eftir 5 umferðir.  Næsti leikur liðsins er gegn Þór Akureyri í deildinni. En á mánudag er stórleikur gegn Grindvíkingum heima í Ljónagryfjunni.