Starfsári yngri flokka lokiðPrenta

Fótbolti

Starfsári yngri flokka lauk endalega um síðustu helgi þegar 3. flokkur lauk keppni í Íslandsmótinu. Í aðdraganda Uppskeruhátíðar yngri flokka á morgun er vert að fara yfir starfsárið í nokkrum orðum.

Starfsár yngri flokka eru ellefu mánuðir og byrjar í október. Á þessum tíma fara fram yfir 700 æfingar samtals í yngir flokkum og svo bætast við fjölmargir leikir á mótum. Yngri flokkar hjá Njarðvík eru þátttakendur í öllum helstu mótum sem fara fram á Íslandi. Yngri flokka starfið hjá okkur telst vera 3. til 7. flokks. Einnig er starfræktur 8. flokkur sem er mest í formi boltaskóla.

Hér fylgir stutt yfirferð yfir hvern flokk og verkefni hans á starfsárinu.

Þriðji flokkur er ágætlega mannaður og margir efnilegir strákar þar. Flokkurinn tók þátt í Faxaflóamótinu sem aðal vetrarmótið og gekk ágætlega. Í sumar var það Íslandsmótið ásamt bikarkeppninni sem bar hæst. Við unnum annan af tveimur riðlum C deildar og fórum í umspil um sæti í B deild. Í undanúrslitum sigruðum við Hauka 3 – 2 en biðum lægri hlut fyrir HK í úrslitum 2 – 0. En flokkurinn náði að tryggja sér sæti í B deild næsta sumar. Þá fór flokkurinn í æfingaferð til Spánar um mitt sumar, sem er venja annað hvert ár.
Þjálfari var Þórir Rafn Hauksson.

IMG_7351   IMG_7366

Fjórði  flokkur var í Faxaflóamótinu sem aðalvetrarmót en einnig tók hann þátt í hraðmótum hjá okkur og Keflavík í Reykjaneshöll, mót sem þeir voru sigurvegarar í. Flokkurinn lék í C deild í Íslandsmótinu og endaði þar í örðu sæti sem tryggði sæti í B deild að ári. Við vorum einnig með lið í 7. manna keppni Íslandsmótsins. Þá vorum við með á Rey Cup í Reykjavík eins og undafarin ár og komumst þar í undanúrslit í okkar riðli. Flokkurinn var vel mannaður, rúmlega 20 strákar við æfingar en aðeins reyndi á fjöldann þegar sumarfrí foreldara hófust.
Þjálfari flokkis var Jón Ásgeir Þorvaldsson.

IMG_7652   IMG_7666

Fimmti flokkur á  starfsárinu taldi rúmlega 20 stráka og átti mjög á brattann að sækja. Flokkurinn var í C riðli Íslandsmótsns með tvö lið. Yfir veturinn var Faxaflóamótið aðalkeppnin ásamt hraðmótum í Reykjaneshöll hjá okkur og Keflavík. N 1 mótið á Akureyri er ávallt hápunkturinn hjá 5. flokki þar sem knattspyrna í fjóra daga ásamt ýmsu öðru. Við vorum einnig með lið á OLÍS mótinu á Selfossi í ágúst. Sigrarnir urðu ekki margir en einstaka frammistöður ásamt eftirminnilegum keppnisferðum gera mikið.
Þjálfari flokkis var Freyr Brynjarsson.

19884304_1347213618730673_5924460508535553690_n   19748412_10213444503448989_1261086646986182451_n

Tveir yngstu hóparnir er ekki í Íslandsmótum heldur meira að styttri hraðmótum. Í 6. flokki er það Orkumótið (Shellmótið) í Eyjum sem er hápunkturinn. Við fáum aðeins inni með tvö lið þar þannig að hluti drengjanna fóru á mót á Selfossi í staðinn. Pollamót KSÍ sem fer fram í riðlum víða, við vorum með þar ásamt hraðmótum heimafélaganna í Reykjaneshöll og öðrum smærri mótum. Hátt í 30 strákar voru við æfingar í flokknum.

Capture  Capture

Keppni í 7. flokk er svipuð en hápunkturinn er Norðurálsmótið á Akranesi um mitt sumar. Þá erum við með á nokkrum hraðmótum á Reykjavíkur svæinu og í Reykjaneshöll yfir veturinn. Um 50 strákar tóku þátt í starfi flokksins á liðnu tímabili.
Þjálfari 6. og 7. flokks var Ingi Þór Þórisson.

17425057_1611882042157306_7326194329421076040_n (2)   17352260_10154233071981143_3842423810598634914_n

Þá hafa verið nokkur námskeið í 8. flokki sem hafa verið vel sótt. Þau hafa öll verið í umsjá Freys Bryjnjarssonar.

Nokkrir aðstoðarþjálfarar hafa einnig verið til aðstoðar þjálfurum, þeir Fannar Sigurpálsson, Júlíus A. Pálsson og Þorgils Gauti Halldórsson. Einnig hefur Guðni Erlendsson komið inní æfingar hjá öllum flokkum með tækniæfingar.

20170509_182810

Það er óhætt að segja að nýliðið starfsár hafi verið hið ágætasta, það er ekki alltaf nema einn sigurvegari í keppnum lið eða einstaklingur en margir nálgæt því að vinna. En aðalmarkmiðið okkar er að búa til betri í knattspyrnumenn og hafa gaman af því að stunda hana. Margir strákar eiga eftir að ná langt í framtíðinni í þeim verkefnum sem bíða þeirra hver sem þau eru.

Nýtt starfsár hefst um næstu mánaðarmót og verður það kynnt fljótlega.

Knattspyrnudeildin og Barna og unglingaráð þakkar öllum iðkendum og foreldrum þeirra fyrir gott starfsár og með von að við sjáum alla aftur á nýju ári.

Myndirnar eru úr safni knattspyrnudeildar og fengnar af Facebook síðum flokkanna teknar af foreldrum.