Starfsár yngri flokka að ljúka, mánaðarstoppPrenta

Fótbolti

Starfsári yngri flokka í knattspyrnu líkur í dag 31. ágúst og tekur við mánaðar “sumarfrí”. Nýtt starfsár hefst síðan 1. október nk. Við reiknum með að kynna næsta starfsár og æfingatöflu fljótlega uppúr mánaðarmótum, þá mun vera opnað fyrir skráningar hér á umfn.is.

IMG_4991

Allir flokkar hafa lokið keppni nema 3. flokkur sem á eftir einn leik í Íslandsmóti og svo úrslitakeppni um sæti í B deild á næsta ári. Þetta er búið að vera fínt ár hjá strákunum, sigur í B deild Faxaflóamótsins og góðan möguleika á að lyfta flokknum uppí B deild Íslandsmótsins á næsta ári.

IMG_5485

Fjórði flokkur hefur átt erfitt uppdráttar í sterkri B deild Íslandsmótsins og spilar þvi í C deild næsta sumar. Í sumar gekk ekki vel að tefla fram sterkasta liðinu vegna forfalla og ferðalaga en ekkert svo sem við því að gera. Strákarnir stóðu sig vel og stunduð æfingar mjög vel og eiga eftir að koma vel út í framtíðinni þegar þeir verða búnir að taka út sinn þroska aukna líkamsburði.

OB mótið

Fimmti flokkur náði að halda sæti sínu í B deild Íslandsmótsins. Deildin var sterk og fjöldi liða sem hafa meiri mannafla en við. Við vorum með tvö lið í Íslandsmótinu, B liðinu gekk ekki vel enda við ofurefli að ráða og reynslan ekki fyrir hendi, A liðnu tókst að innbirða þau stig sem dugðu okkur til að halda sætinu í B deild. Þá sigraði A liðið C deild Faxaflóamótsins í vor.  Flokkur fór eins og undanfarin ár á N 1 mótið á Akureyri um mitt sumar og svo bættu þeir við ÓB mótinu á Selfossi. Nóg af verkefnum hjá 5. flokki á starfsárinu.

boltastra

Hápunkturinn hjá 6. flokki er Orkumótið í Eyjum sem er stæðsta mót ár hvert, við vorum þar með tvö lið í keppni. Þá var flokkurinn með á nokkrum dagsmótum sem félög halda ásamt Pollamóti KSÍ.

7 flokkur s7

Norðurálsmótið á Akranesi er stæðsta mótið sem 7. flokkur sækir og við vorum þar með þrjú lið í keppni. Eins og í 6. flokki þá sækjum við nokkur dagsmót félaga sem haldin eru jafnt og þétt yfir starfsárið.  Í 7. flokki hefst keppnisferillinn hjá yngstu knattspyrnumönnum og fara á mót að keppa er stórviðburður hjá þeim og fjölskyldum þeirra.
Knattspyrnudeildin og þjálfarar þakka öllum iðkendum og foreldrum þeirra fyrir samstarfið á starfsárinu og við vonumst til að sjá alla aftur á nýju starfsári. Við upphaf nýs starfsárs færast þeir sem voru á eldra árinu upp um flokk og á næsta starfsári verða eftirfarandi árgangar saman.

3. flokkur – árgangur 2002 og 2001
4. flokkur – árgangur 2004 og 2003
5. flokkur – árgangur 2006 og 2005
6. flokkur – árgangur 2008 og 2007
7. flokkur – árgangur 2009 og 2010
8. flokkur – árgangur 2011 og 2012

Myndirnar eru úr safni knattspyrnudeildarinnar og af Facebook síðu flokkanna.